Fara í efni

Skólatónleikar á Íslandi -Tónlist fyrir alla heimsækja Austur og Norðausturland

Í september og október munu tónleikar Tónlistar fyrir alla hljóma um Austur og Norðausturland.

Björn Thoroddsen og Skuggamyndir frá Býsans munu ferðast á milli grunnskóla og leika fyrir nemendur.

Fyrri tónleikaröðin hófst með tónleikum Björns Thoroddsen í Fellaskóla að morgni 16. september en þaðan var haldið á Seyðisfjörð og Borgarfjörð eystri. Samtals spilar Björn 11 tónleika fyrir 527 grunnskólanemendur en síðstu tónleikarnir á föstudag eru  í grunnskóla Skútustaðahrepps.

 

Tónlist fyrir alla leitast við að bjóða upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur. Við bjóðum upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barnanna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best.

Hér er því ströng og skemmtileg tónleikadagskrá framundan og vonandi að hver einasti nemandi fái notið.

Björn Thoroddsen heldur einnig tónleika í Félagsheimilinu Fjarðarborg, Borgarfirði eystri þriðjudagskvöldið 16. september kl 20:00 og í Safnahúsinu Húsavík fimmtudaginn 18. september kl 20:00.
Björn Thoroddsen gítarleikari hefur síðastliðin 30 ár verið einn af atkvæðamestu tónlistarmönnum Íslands og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum.