Skoskaleiðin
08.01.2019
Tilkynningar
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga stendur fyrir fundi þar sem kynnt verður skýrsla nefndar á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs.
Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, kynnir tillögur nefndarinnar undir formennsku sinni um lækkun flugfargjalda með hinni svokölluðu skosku leið og uppbyggingu flugvalla landsins.
Fundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík fimmtudaginn 10. janúar kl. 17:00
Allir velkomnir
Fundarstjóri: Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga