Skráin í Reykjahverfið
Nýverið var gengið frá samkomulagi við útgefanda Skráarinnar og Íslandspóst um dreifingu á Skránni til íbúa innan sveitarfélagsins sem njóta þjónustu landpósts. Fyrirkomulagið er þannig að þegar Skráin kemur út er farið með hana á póstinn sem dreifir henni á heimilin sem svokölluðum fjölpósti.
Nýverið var gengið frá samkomulagi við útgefanda Skráarinnar og Íslandspóst um dreifingu á Skránni til íbúa innan sveitarfélagsins sem njóta þjónustu landpósts. Fyrirkomulagið er þannig að þegar Skráin kemur út er farið með hana á póstinn sem dreifir henni á heimilin sem svokölluðum fjölpósti.
Á íbúafundi sem haldinn var í Heiðarbæ í haust kom fram að auglýsingagildi Skráarinnar væri takmarkað í dreifbýlinu og því færu tilkynningar og auglýsingar, m.a. frá sveitarfélaginu oft framhjá fólki þar. Það fyrirkomulag sem nú hefur verið tekið upp bætir úr þessu og er dæmi um bætta þjónustu sem kostar sveitarfélagið lítið.