Skurðgröftur við Heilbrigðisstofnun á Húsavík
21.11.2019
Tilkynningar
Þessa dagana er unnið að undirbúningi hönnunarsamkeppni vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Meðal verkefna í þeim undirbúningi er að grafa könnunarskurði í brekkunni austan Heilbrigðisstofnunar þar sem fyrirhugað er að byggja heimilið. Tilgangur með skurðunum er að afla upplýsinga um þykkt lausra jarðlaga (þ.e. moldar) og gæði fastra jarðlaga. Reiknað er með að könnunarskurðir verði grafnir í dag.