Fara í efni

Sléttugangan

Sléttugangan árlega verður gengin 8. ágúst nk. Gengið er frá Raufarhöfn yfir Melrakkasléttu og komið niður í nágrenni Kópaskers, nánar tiltekið í grennd við spennustöð við Snartarstaði. Þetta er um 30 km ganga, falleg og góð gönguleið. Það er Ferðafélagið Norðurslóð sem nú stendur fyrir göngunni.

Sléttugangan árlega verður gengin 8. ágúst nk. Gengið er frá Raufarhöfn yfir Melrakkasléttu og komið niður í nágrenni Kópaskers, nánar tiltekið í grennd við spennustöð við Snartarstaði. Þetta er um 30 km ganga, falleg og góð gönguleið. Það er Ferðafélagið Norðurslóð sem nú stendur fyrir göngunni.

Göngugarpar hittast við Hótel Norðurljós klukkan 8:00 og fá far að upphafspunkti gönguleiðarinnar. Við endastöð bíða bílar sem aka göngugörpum sem leið liggur í sundlaug Raufarhafnar þar sem boðið er upp á sturtu og gufubað. Kvöldverður er síðan á Hótel Norðurljósum þar sem boðið er upp á pottrétt með grænmeti og brauði.
Skráning er hjá Jóhönnu Dögg í síma 695-7117 eða í tölvupósti johanna@raufarhofn.is. Skáningargjald er kr. 3.000,- Tekið á móti greiðslunni í peningum við Hótel Norðuljós áður en lagt er upp í ferðina, ENGINN POSI ! Innifalið í skráningargjaldi er akstur, kvöldverður og sturta/sauna.
Gistitilboð á Hótel Norðurljósum kr. 5.000 á mann með morgunmat. Sími: 465-1233 eða tölvupóstur ebt@vortex.is.
Tjaldstæðið býður upp á mjög góða aðstöðu (vaskur, wc og sturta), þar er allur aðgangur gestum að kostnaðarlausu.