Fara í efni

Slökkvilið Norðurþings

Slökkvilið Norðurþings vill benda íbúum sveitarfélagsins á að nauðsyn þess að reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarteppi séu á öllum heimilum.

Reykskynjarar hafa í gegnum tíðina bjargað mörgum mannslífum því er regluleg umhirða og eftirlit með þeim afar mikilvæg.

  • Skipta þarf um rafhlöður í reykskynjurum a.m.k. 1 x á ári.
  • Gott er að taka skynjara niður og blása úr þeim.
  • Prófa skal virkni þeirra reglulega.

Bent skal á að reykskynjarana sjálfa þarf að endurnýja eigi sjaldnar en á 10 ára fresti þar sem virkni þeirra eftir þann tíma er ekki örugg.

  • 10 ára gamall skynjari getur sýnt falska virkni með því að pípa þegar þrýst er á prufhnapp eftir rafhlöðuskipti, en skynjun hans á reyk er ekki til staðar.
Slökkvitæki skulu yfirfarin af viðurkenndum aðila 1 x á ári til að tryggja virkni þeirra.
Förum alltaf varlega með eld, sérstaka aðgæslu þarf um jól og áramót þegar mikið er um lifandi kertaljós og skreytingar.
Skiljum aldrei logandi kerti eftir eftirlitslaus og munum að slökkva þegar heimili er yfirgefið.
 

Slökkvilið Norðurþings óskar íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.