Sóknarfæri í sjávarútvegi
Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær þríhliða samkomulag Vísis
hf., Fiskiðjusamlags Husavíkur hf. og Húsavíkurbæjar um viðskipti með hlutabréf bæjarins í Fiskiðjusamlaginu, uppbyggingu
rækjuveiða og vinnslu á Húsavík og uppbyggingu bolfiskvinnslu á Húsavík, sem samþykkt hafði verið samhljóða í
bæjarráði 2. okt. s.l.
Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær þríhliða samkomulag Vísis hf., Fiskiðjusamlags Husavíkur hf. og Húsavíkurbæjar um viðskipti með hlutabréf bæjarins í Fiskiðjusamlaginu, uppbyggingu rækjuveiða og vinnslu á Húsavík og uppbyggingu bolfiskvinnslu á Húsavík, sem samþykkt hafði verið samhljóða í bæjarráði 2. okt. s.l.
Samkomulagið felur það í sér að bæjarfélagið selur Vísi hf. öll hlutabréf sín í Fiskiðjusamlaginu, en um er að ræða 26,44% hlut að nafnverði 163, 8 millj., fyrir 312,9 millj. eða á genginu 1,91. Jafnframt leggur bærinn 150 millj. í nýtt félag sem stofnað verður um veiðar og vinnslu á rækju, en félagið byggir á rækjueignum Fiskiðjusamlagsins, þ.e. veiðiheimildum og rækjuverksmiðju, sem lagðar verða skuldlausar inn í hið nýja félag. Jafnframt munu aðrir aðilar leggja a.m.k. 100 millj. í peningum í hið nýja félag ásamt veiðiheimildum í rækju að verðmæti um 70 millj. Þannig verður eigið fé félagsins við stofnun rúmar 800 millj. Til viðbótar eiginfjárframlögum í félagið liggja fyrir samningar sem tryggja því samtals 9,7% úthafsrækjukvótans við landið þannig að félagið ræður við stofnun yfir 13,6% þeirra veiðiheimilda. Við stofnun mun félagið einnig eiga tvö skip og er gert ráð fyrir að útgerð á vegum þess hefjist í næsta mánuði. Markmið stofnenda félagsins er að eigið fé þess verði a.m.k. 1 milljarður og að það hafi yfir að ráða sem næst 20% af aflaheimildum í úthafsrækju við landið.
Í samkomulaginu eru jafnframt ákvæði um aukningu á bolfiskvinnslu hjá Fiskiðjusamlaginu sem hefur það að markmiði að fullnýta fjárfestingu félagsins hér á Húsavík.
Markmiðið með þessum aðgerðum er að efla og tresyta í sessi rækjuveiðar og vinnslu á Húsavík jafnframt því að skapa forsendur fyrir frekari aukningu á bolfiskvinnslu.
Sjá jafnframt fréttir á http://skarpur.is/ , http://mbl.is/mm/go/frettir/innlent/ og http://local.is/?idcatagory=3&idnews=4152