Sólstöðuhátíð á Kópaskeri
08.06.2018
Tilkynningar
Sólstöðuhátíð á Kópaskeri
Haldin verður Sólstöðuhátíð á Kópaskeri helgina 22. júní til 24. júní 2018.
Fyrirtækjadagur verður á laugardeginum. Markmiðið er að gefa fyrirtækjum á svæðinu tækifæri til að kynna starfssemi sína og íbúum og gestum tækifæri til að kynnast þeim.
Fastir liðir á hátíðinni er m.a. kjötsúpukvöld á föstudeginum sem að þessu sinni verður með fjölþjóðlegum hætti og er öllum boðið að borða.
Fjallalamb er með grillkvöld á vægu verði á laugardagskvöldinu.
Boðið hefur verið upp á gönguferðir, sýningar að fleira sem íbúar sjá um.
Þorpið verður skreytt í hefðbundum litum, gulu og appelsínugulu og eru íbúar hvattir til að fara að huga að skreytingum hjá sér.
Föstudagur 22. júní
Kl 19:00 Kjötsúpa við Skólahúsið, hoppukastali verður á staðnum fyrir krakka.
Sólstöðuganga á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar.
Laugardagur 23. júní
Kl: 13 – 17 Fjör fyrir krakkana á Dúddavelli og tjörninni, leikir, tæki og bátar (ef veður leyfir)
Kl: 13 – 16 Kynning á fyrirtækjum á svæðinu í Pakkhúsinu.
Kl: 13 – 16 Skottsala við Pakkhúsið, fyrir þá sem vilja
(Hafa samband við Matthildi, Gumma Magg, Mæju eða Ingu.)
Kl: 13 – 16 Húsið Melar verða til sýnis. Allir velkomnir að koma og skoða þær framkvæmdir sem búnar verða á þeim tímapunkti. Einng verður sölusýning á handverki frá Hildi, Höllu, Dóru.
Kl: 14 – 16:30 Sólstöðukaffisala Kvenfélagsins Stjörnunnar í Stóru Mörk.
Kl: 14 – 16:30 Handverksýning eldri borgara í Stóru Mörk.
Kl: 17. Tónleikar Flygilvina í Skólahúsinu.
Kl: 18 – 21 Boðið upp á veislumáltíð í Fjallalambi gegn vægu gjaldi.
Kl: 22:00 – 3:00. Opið hús með lifandi tónlist í Pakkhúsinu
,,Braggast á sólstöðum´´ Myndlistarsýningin í Bragganum Yst í ár heitir:´,,Tilgangurinn´´
Opið kl: 11 – 17 Föstud. 22. júní til og með sunnudagsins 24. júní. Ókeypis inn eins og vanalega
Nánari dagskrá sólstöðuhátiðar verður auglýst síðar.
Endilega hafið samband við nefndina með ábendingar eða skemmtilegar hugmyndir.
Sóstöðuhátíðarnefndin:
Gummi Magg (gummi@magnavik.is )
Matta (mattamatthildur@fjallalamb.is),
Inga (ingadidda@gmail.com)
Mæja (maria@kopasker.is)