Söngkeppni SAMFÉS haldin á Húsavík
30.01.2008
Tilkynningar
Söngkeppni SAMFÉS á norðurlandi verður haldin í Íþróttahöllinni á Húsavík föstudaginn 1.
febrúar.
Söngatriði koma frá mörgum félagsmiðstöðvum og margir keppendur eru skráðir með atriði.
5 keppendur eða atriði komast á aðalkeppnina sem er í Reykjavík.
Söngkeppni SAMFÉS á norðurlandi verður haldin í Íþróttahöllinni á Húsavík föstudaginn 1. febrúar.
Söngatriði koma frá mörgum félagsmiðstöðvum og margir keppendur eru skráðir með atriði.
5 keppendur eða atriði komast á aðalkeppnina sem er í Reykjavík.
Að lokinni keppni verður diskótek. Gert er ráð fyrir um 500 gestum sem munu njóta gestrisni húsvískra krakka.
Því miður er ekki hægt að hafa opið fyrir aðra en félagsmiðstöðvarkrakka því að húsið tekur ekki fleiri. Allt skipulag og utanumhald er í höndum Kristjönu Maríu umsjónarmanns félagsstarfs ungmenna.
Vegna keppninnar og undirbúnings fyrir hana munu allar æfingar og öll íþróttakennsla í Höllinni falla niður frá klukkan 19:00 á fimmtudag og allan föstudaginn.