Söngvakeppni félagsmiðstöðva
Undankeppni fyrir Söngkeppni Samfés var haldin á Sauðárkróki sl. föstudagskvöld 2. febrúar. Keppendur og áhorfendur frá félagsmiðstöðvum sveitarfélagsins fóru og tóku þátt. Farið var á tveimur rútum, samtals um 90 manns. Keppendur okkar stóðu sig með sóma og áttu öll skilið að fá viðurkenningu fyrir framlag sitt
Það vour unglingarnir frá félagsmiðstöðinni Keldunni á Húsavík sem komu sáu og sigruðu. Keppnin var hörð og mikið af flottum atriðum. Aðeins fimm keppendur komust áfram af þeim 17 sem tóku þátt. Þeir munu síðan spreyta sig í lokakeppninni sem haldin verður í Reykjavík í byrjun mars. Gaman er að segja frá því að Félagsmiðstöðin Keldan kom ekki bara heim með sigurlagið heldur einnig með verðlaunagrip fyrir bestu framkomuna. Frábær stemning var í hópnum og mikil samstaða þegar kom að því að hvetja sína félagsmiðstöð. Strákar úr Keldunni voru einnig með magnað skemmtiatriði. Þeir sýndu strákadansinn úr leiksýningunni "Hvort er ég barn eða fullorðinn?" við afar góðar undirtektir.
Keppendur frá félagsmiðstöðinni Beisinu á Öxarfirði stóðu sig vel með sitt framlag og hefðu átt skilið að fá viðurkenningu fyrir frumlega búninga og líflega sviðsframkomu, en þar báru þær af.
Eftir keppnina var ball með Love Gúrú og var mikið dansað