Fara í efni

Sorpbrennsla á Húsavík

Viðgerðum og viðhaldi á sorpbrennslustöð Sorpsamlags Þingeyinga ehf. lauk um síðustu helgi og fór stöðin í eðlilegan rekstur síðasta þriðjudag. Viðgerðum og viðhaldi á sorpbrennslustöð Sorpsamlags Þingeyinga ehf. lauk um síðustu helgi og fór stöðin í eðlilegan rekstur síðasta þriðjudag. Þessa dagana er verið að vinna á uppsöfnuðu sorpi en við höfum þó opnað fyrir móttöku á heyrúlluplasti frá bændum.  Stærri þjónustuaðilum er bent á að hafa samband við starfsmenn Sorpsamlagsins varðandi móttöku á stærri förmum.

Hafsteinn H. Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpsamlagsins vildi koma á framfæri þökkum til íbúa fyrir veittan skilning á ástandinu og gott samstarf á þessu tímabili.