Sótt um leyfi til framkvæmda á Bakka fyrir kísilmálmvinnslu PCC
21.05.2014
Tilkynningar
Í umsókn, sem barst embætti byggingarfulltrúa Norðurþings fyrr í vikunni, er óskað eftir samþykki byggingaráforma fyrir
kísilmálmvinnslu PCC á iðnaðarlóð fyrirtækisins á Bakka.
Með umsókninni var skilað inn aðalteikningum flestra fyrirhugaðra húsa sem áætlað er að verði rúmir 3 hektarar að grunnfleti og allt að 39,4 metra há. Einnig er beðið eftir umsögnum annarra umsagnaraðila um byggingaráformin.
Embætti byggingarfulltrúa fer nú yfir framlögð gögn og verða niðurstöður kynntar í skipulags- og byggingarnefnd nú í júní. Á grundvelli samþykktra byggingaráforma er gert ráð fyrir að veitt verði leyfi til framkvæmda við jarðvinnu á iðnaðarlóð PCC nú í sumar.