Sóttvarnir á kjörstöðum í Norðurþingi
Sóttvarnir á kjörstöðum í Norðurþingi
Í ljósi Covid-19 veirufaraldurs, sem geysað hefur á Íslandi og heimsbyggðinni sl. ár hefur Yfirkjörstjórn Norðurþings ákveðið að gefa út eftirfarandi leiðbeiningar um sóttvarnir og tilheyrandi atriði sem gilda á kjörstöðum í Norðurþingi laugardaginn 25. september 2021.
Réttur til að taka þátt í kosningum eru mikilvæg mannréttindi. Í því fellst að aðgengi þarf að vera gott og kjósandi þarf að upplifa og treysta því að aðstæður á kjörstað séu eins öruggar og kostur er. Í þessu sambandi þarf sérstaklega að huga að aðgengi þeirra sem eru viðkvæmir fyrir veirusmiti (einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem eldri eru - áhættuhópar) og þeim sem á annan hátt eru viðkvæmir við þessar aðstæður.
Verkefni Yfirkjörstjórnar Norðurþings, kjörstjórna og starfsmanna í kosningunum er að gera allt sem hægt er til að þessir hópar og aðrir kjósendur upplifi sig örugga á kjörstað geti nýtt og notið þeirra réttinda að taka þátt í kosningum.
Á kjörstöðum Norðurþings verða eftirfarandi ráðstafanir gerðar í því skyni að tryggja sóttvarnir og gera kosninguna aðgengilega fyrir alla.
Fyrir kjósendur
Það er á ábyrgð hvers og eins að fylgja tilmælum og reglugerðum stjórnvalda og sóttvarnayfirvalda um takmarkanir vegna farsóttar. Þessar reglur gilda á kjörstöðum sem og annars staðar (sjá t.d. á uppl.vefnum www.covid.is).
Allt verður gert til að tryggja að aðstæður á kjörstað verði í samræmi við þessar reglur og viðkennd viðmið um sóttvarnir. Grímuskylda er ekki hjá kjósendum, en þeir sem vilja nota grímu eða annan hlífðarbúnað, er það heimilt.
Umferð kjósenda verður inn á kjörstaði um skilgreinda innganga fyrir kjördeildir, þá sömu og undanfarnar kosningar. Umferð og biðröðum verður stýrt af húsvörðum og kjörstjórnum og eru kjósendur hvattir til að fylgja í öllu leiðbeiningum og fyrirmælum þeirra. Gæta skal að fjarlægðarmörkum milli einstaklinga, sem eru a.m.k. einn metri.
Kjósendur sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid-19 geta ekki greitt atkvæði á kjörstöðum. Upplýsingar um mögulegar leiðir til þátttöku þessa hóps má finna á vefunum www.kosning.is og www.syslumenn.is.
Yfirkjörstjórn Norðurþings
Ágúst Sigurður óskarsson
Berglind Ósk Ingólfsdóttir
Karl Hreiðarsson