Fara í efni

Sparkvellirnir vígðir

 S.l. föstudag voru sparkvellirnir við Borgarhólsskóla teknir  formlega í notkun. Athöfnin hófst með ávörpum bæjarstjóra,  Reinhards Reynissonar og fulltrúa KSÍ, Geirs Þorsteinssonar  framkvæmdastjóra og Eyjólfs Sverrissonar sem hefur haft umsjón  með sparkvallaátakinu f.h. KSÍ. Því næst færðu fulltrúar KSÍ  Borgarhólsskóla og Völsungi fótbolta að gjöf. Að lokum klipptu tveir  ungir knattspyrnuiðkendur á borða til marks um formlega  opnun vallanna.

Strákarnir eru greinilega ánægðir á nýja vellinum S.l. föstudag voru sparkvellirnir við Borgarhólsskóla teknir  formlega í notkun. Athöfnin hófst með ávörpum bæjarstjóra,  Reinhards Reynissonar og fulltrúa KSÍ, Geirs Þorsteinssonar  framkvæmdastjóra og Eyjólfs Sverrissonar sem hefur haft umsjón  með sparkvallaátakinu f.h. KSÍ. Því næst færðu fulltrúar KSÍ  Borgarhólsskóla og Völsungi fótbolta að gjöf. Að lokum klipptu tveir  ungir knattspyrnuiðkendur á borða til marks um formlega  opnun vallanna.

 

S.l. föstudag voru sparkvellirnir við Borgarhólsskóla teknir formlega í notkun. Athöfnin hófst með ávörpum bæjarstjóra, Reinhards Reynissonar og fulltrúa KSÍ, Geirs Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og Eyjólfs Sverrissonar sem hefur haft umsjón með sparkvallaátakinu f.h. KSÍ. Því næst færðu fulltrúar KSÍ Borgarhólsskóla og Völsungi fótbolta að gjöf. Að lokum klipptu tveir ungir knattspyrnuiðkendur á borða til marks um formlega opnun vallanna. Síðan fóru fram vígsluleikir á báðum völlunum, fyrst leikur bæjarstjórnar og starfsmanna Borgarhólsskóla sem lyktaði með táknrænu jafntefli, 1:1. Að því loknu léku 6. fl. stráka og stelpna á sitt hvorum vellinum. Voru það jafnir og spennandi leikir. Vellirnir eru bylting í aðstöðu skólabarna til útiheyfingar og koma í góðar þarfir fyrir þá sem stunda knattspyrnuæfingar hjá Völsungi, en um 200 iðkendur eru á grunnskólaaldri. Þá nýtast þeir öllum þeim sem áhuga hafa á hollri og góðri útivist og vilja nýta vellina í því skyni.