Starf bókara hjá Norðurþingi laust til umsóknar
13.05.2019
Tilkynningar
Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir laust starf bókara á fjármála- og bókhaldssviði. Um er að ræða 100% stöðu og eru launakjör samkvæmt kjarasamningi stéttarfélags viðkomandi og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst og eru konur jafnt sem karlar hvött til þess að sækja um starfið.
Helstu verkefni bókara verða:
Umsjón með bókhaldi Orkuveitu Húsavíkur, þar með talið útsendingu reikninga, innheimtu og bókun reikninga.
Utanumhald á „mínum síðum“ hjá Orkuveitu Húsavíkur og leiðbeiningar til notenda vegna þeirra.
Umsjón með skilum á mælaálestri til OH og Rarik.
Afstemmingar og uppgjör til endurskoðenda vegna ársreiknings.
Gerð rekstraráætlana fyrir Orkuveitu Húsavíkur.
Ýmis önnur störf á fjármála- og bókhaldssviði Norðurþings.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Viðskiptafræðingur, viðurkenndur bókari eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Starfsreynsla við bókhald er nauðsynleg.
Þekking á lögum og reglum er varðar bókhald og ársreikninga æskileg.
Þekking á starfsemi opinberra stofnana er kostur.
Reynsla af Navision bókhaldskerfi er kostur.
Talnagleggni, nákvæmni og sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Þjónustulund og jákvæðni.
Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2019. Umsækjendur skulu senda umsóknir á Drífu Valdimarsdóttur, fjármálastjóra Norðurþings (drifa@nordurthing.is) sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið í tölvupósti eða síma 464 6100. Umsókn skal innihalda starfsferlisskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.