Fara í efni

Starf félagsráðgjafa í barnavernd

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar.
Um er að ræða 100% starfshlutfall. Umsóknafrestur er til og með 1. júní. 2021.

 

Helstu verkefni

  • Móttaka barnaverndartilkynninga og skráning
  • Vinnsla barnaverndarmála, samskipti og samvinna við börn og foreldra
  • Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu barnaverndarmála
  • Situr teymisfundi og aðra fundi samkvæmt samkomulagi við félagsmálastjóra
  • Tekur þátt í sískráningu
  • Virk þátttaka í stefnumótun, mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðun á reglum í málaflokknum

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Félagsráðgjafanám til starfsréttinda
  • Starfsreynsla og þekking á sviði barnaverndar æskileg
  • Reynsla af starfi í félagsþjónustu er æskileg
  • Frumkvæði, metnaður, nákvæmni og sjálfstæði í starfi er mikilvægt
  • Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleiki, áhugi og reynsla af teymisvinnu.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur
  • Krafist er góðrar alhliða tölvukunnáttu
  • Þekking og reynsla af vinnu og meðferð mála með einstaklingum og fjölskyldum er æskileg.
  • Jákvætt viðhorf og geta til að vinna undir álagi

 

Við hvetjum öll kyn til að sækja um starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.
Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skulu berast á netfangiðhrodny@nordurthing.is
 
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hróðný Lund Félagsmálastjóri í síma 464-6100
eða á netfangið hrodny@nordurthing.is