Starf fjölmenningarfulltrúa laust til umsóknar
Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir laust til umsóknar starf fjölmenningarfulltrúa sem ætlað er að fari með málefni nýrra íbúa og sé í forsvari fyrir menningarmál sveitarfélagsins.
Hlutverk fjölmenningarfulltrúa er m.a. að skapa tengsl milli íbúa sveitarfélagsins og auka tækifæri til þáttöku og áhrifa, einkum meðal ungs fólks. Um er að ræða 50% starfshlutfall.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og er ráðningin ótímabundin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi stéttarfélags viðkomandi og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðkomandi sinnir viðburðum og þjónustu í öllu sveitarfélaginu. Starfstöð viðkomandi getur verið á Húsavík, Kópaskeri eða á Raufarhöfn.
Helstu verkefni fjölmenningarfulltrúa eru:
- Að annast upplýsingagjöf til nýrra íbúa Norðurþings gegnum heimasíðu sveitarfélagsins og aðra miðla
- Tengslamyndun og gerð kynningarefnis fyrir nýja íbúa
- Greining upplýsinga um stöðu nýrra íbúa í sveitarfélaginu
- Að stuðla að víðtæku samstarfi þeirra aðila sem fara með málefni nýrra íbúa og innflytjenda í Norðurþingi
- Að samþætta hagsmuni innflytjenda allri stefnumótun og stjórnsýslu Norðurþings
- Aðkoma að stefnumótun Norðurþings í fjölmenningarmálum
- Að stuðla að fjölbreyttu og fjölmenningarlegu samfélagi í Norðurþingi
- Umsjón með Lista- og menningarsjóði Norðurþings
- Utanumhald ýmissa samninga í tengslum við menningar- og listastarf í Norðurþingi
- Utanumhald með ýmsum viðburðum á vegum sveitarfélagsins á sviði menningarmála
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af menningar-, mannúðar- og/eða fjölmenningarmálum kostur
- Áhugi á samfélags- og fjölmenningarmálum skilyrði
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Þekking á rekstri og áætlanagerð kostur
- Rík þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni
- Góð enskukunnátta skilyrði, önnur tungumál kostur
- Almenn tölvukunnátta og ritfærni á íslensku og ensku skilyrði
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 10. mars 2019. Umsækjendur vinsamlegast sendið umsókn og fylgigögn (ferilskrá og kynningarbréf) á netfangið beggah@nordurthing.is merkt „Umsókn – Fjölmenningarfulltrúi“.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Bergþóra Höskuldsdóttir, settur skrifstofu- og skjalastjóri Norðurþings í síma 464-6100, eða gegnum ofangreint netfang.