Starf Íþrótta- og tómstundafulltrúa laust til umsóknar
Norðurþing óskar eftir að ráða öflugan aðila í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa á fræðslu-og lýðheilsusvið sveitarfélagsins. Viðkomandi vinnur að framgangi verkefna málaflokksins í samræmi við ákvarðanir og stefnu fjölskylduráðs og sveitarstjórnar hverju sinni.
Starfssvið og helstu verkefni:
- Yfirumsjón með rekstri og starfsemi íþrótta- og tómstundastarfs á vegum sveitarfélagsins, þ.m.t. starfsmannamál og dagleg stjórnun.
- Samningagerð, eftirfylgni með ferlum, fjárhagsáætlunum og framvindu íþrótta- og tómstundamála á sviðinu.
- Ráðgjöf og þátttaka í stefnumótun og eftirfylgni stefnumótunar.
- Ráðgjöf og stuðningur við fulltrúa fjölskylduráðs, fræðslufulltrúa og starfsfólk íþrótta-og tómstundastarfs á sviðinu.
- Samstarf og samskipti við hagsmunaaðila á svæðinu sem og stofnanir og aðila utan þess.
- Stuðla að öflugu íþrótta- og tómstundastarfi barna og ungmenna og virk upplýsingagjöf um starfsemi málaflokksins.
- Önnur verkefni í samráði við yfirmenn.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
- Reynsla af íþrótta- og tómstundastarfi.
- Reynsla af stjórnun, stefnumótun og fjárhagsáætlanagerð.
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu.
- Góðir skipulagshæfileikar og áreiðanleiki ásamt skapandi hugsun og aðlögunarhæfni.
- Mikil samskipta- og leiðtogahæfni, frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðuð hugsun.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
- Góð tölvukunnátta.
Norðurþing er sveitarfélag á Norðausturlandi sem varð til árið 2006 við sameiningu Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps. Norðurþing er víðfemt sveitarfélag og þéttbýliskjarnar eru þrír í sveitarfélaginu; Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Auk þess eru sveitirnar Reykjahverfi, Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfjörður. Íbúar eru um 3.200 talsins.
Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2023
Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið.
Með umsókn þarf að fylgja ítarleg ferilskrá auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrirástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.
Sótt er um starfið á www.mognum.is
Nánari upplýsingar veita:
Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is
Telma Eiðsdóttir I telma@mognum.is