Starf sálfræðings skólaþjónustu Norðurþings laust til umsóknar
Skólaþjónusta Norðurþings veitir leik- og grunnskólum í Norðurþingi, Skútustaðahreppi og Langanesbyggð skólaþjónustu samkvæmt 40. grein laga um grunnskóla og reglugerð 444/2019 um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Megin viðfangsefni þjónustunnar er að styrkja skóla og starfsemi þeirra með ráðgjöf og stuðningi við þróun skólastarfs, kennslu- og nemendaráðgjöf, skimunum, greiningum, og eftirfylgni. Heildarfjöldi nemenda á þjónustusvæði Skólaþjónustu Norðurþings er um 650.
- Fræðsla og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla með áherslu á fjölbreyttar þarfir barna.
- Sálfræðilegar athuganir á börnum vegna frávika í þroska, hegðun og líðan ásamt ráðgjöf um sértæk úrræði
- Eftirfylgd og mat á árangri úrræða í samstarfi við kennara og foreldra.
- Vinnur að samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
- Þverfagleg vinna í þrepaskiptum stuðningi við börn og fjölskyldur þeirra.
-
Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi er skilyrði.
-
Þekking á helstu mælitækjum sem notuð eru í sálfræðilegum athugunum á börnum í leik- og grunnskóla er skilyrði.
-
Reynsla í athugunum á þroska, hegðun og líðan barna er kostur.
-
Færni til að starfa í þverfaglegu teymi ásamt því að miðla þekkingu og veita ráðgjöf til foreldra og kennara er kostur.
-
Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni er skilyrði.
-
Æskilegt að viðkomandi sé með bílpróf.
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2023.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi til yfirsálfræðings Skólaþjónustu Norðurþings á netfangið ingibjorg@nordurthing.is
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík í síma 464 6100 eða með fyrirspurnum á netfangið nordurthing@nordurthing.is
Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi
og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.