Fara í efni

Starf skólastjóra Borgarhólsskóla, skólaárið 2021-2022 - umsóknarfrestur framlengdur

Skólastjóri Borgarhólsskóla – Afleysing skólaárið 2021 - 2022

Sveitarfélagið Norðurþing leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi stjórnanda með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi.

Borgarhólsskóli er tæplega 300 barna grunnskóli á Húsavík. Þar fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Skólinn nýtir uppeldisstefnuna Jákvæður agi og teymiskennslu.  

Skólasýn, stefnu skólans og fleiri upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans http://www.borgarholsskoli.is 

Starfslýsing

Um er að ræða 100% starf skólastjóra til eins árs skólaárið 2021 – 2022. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Reynsla af stjórnun og/eða faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í  grunnskólastarfi
    • Kennslureynsla á grunnskólastigi
    • Þekking og reynsla af teymiskennslu
    • Þekking á uppeldisstefnunni Jákvæður agi
    • Góð almenn tölvukunnátta.
    • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
    • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsókn sendist á jon@nordurthing.is merkt: Borgarhólsskóli – Umsókn um stöðu skólastjóra. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi Norðurþings, í síma 464 6123, netfang: jon@nordurthing.is.

Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2021