Fara í efni

Starf skrifstofumanns/gjaldkera á bæjarskrifstofu Norðurþings á Húsavík er laust til umsóknar

Ráðið er í starfið til 1. árs. Helstu verkefni og ábyrgð

 

- Gjaldkerastörf

- Greiðsluyfirlit og greiðsluáætlanir

- Ýmis almenn skrifstofustörf, s.s. afgreiðsla, símsvörun og skjalavinnsla, auk tilfallandi verkefna


Hæfniskröfur

- Reynsla af sambærilegum störfum

- Góð almenn tölvukunnátta  nauðsynleg

- Góð íslenskukunnátta er áskilin. Færni í erlendum tungumálum er kostur

- Háskólamenntun er ekki skilyrði

 

Leitað er að einstaklingi sem er vandvirkur, jákvæður, skipulagður, traustur, lipur í mannlegum samskiptum og hefur ríka þjónustulund.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi milli launanefndar sveitarfélaga og STH.  Starfshlutfall er  100 % og er starfið laust frá 15. mars 2014 eða eftir nánara samkomulagi. 

Vinnutími er frá kl. 08:00 – 16:00

Umsókn með ferilsskrá sendist á stjórnsýsluhús Norðurþings,  Ketilsbraut 7 - 9, 640 Húsavík, eða á netfangið nordurthing@nordurthing.is eigi síðar en 28. febrúar nk.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Upplýsingar um starfið veitir Guðbjartur Ellert Jónsson, fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra, í netfang gudbjartur@nordurthing.is eða í síma 464-6100.

 

19. febrúar 2014
Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra

Norðurþing