Starfsmannamál hjá Norðurþingi
Sveinn Hreinsson hefur tekið við starfi umsjónarmanns fasteigna Norðurþings af Vigfúsi Sigurðssyni. Sveinn mun gegna starfinu í a.m.k. eitt ár en hann gegndi áður starfi æskulýðsfulltrúa Norðurþings. Í starf æskulýðsfulltrúa hefur verið ráðinn Jóhann Rúnar Pálsson.
Hjá Félagsþjónustunni hafa einnig orðið nokkarar breytingar á starfsmannahaldi:
Díana Jónsdóttir hóf störf 1. september og mun sinna barnavernd, forvörnum og félagslegri ráðgjöf. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt.
Jóhanna Sigríður Logadóttir hóf störf 15. september og mun starfa í hæfingu sem til stendur að opna fyrir fatlaða.
Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir hóf störf í Setrinu í september og tekur við af Ölmu Ævarsdóttur sem hætti störfum þar á sama tíma.
Anna Birna Einarsdóttir er forstöðumaður skóladagvistunar og tók við starfinu 15. ágúst. Anna Birna er leikskóla- og grunnskólakennari að mennt. Hún hefur einnig menntað sig í textíl og stundar meistaranám á menntunarsviði.