Starfsþróunarviðtöl, námskeið fyrir stjórnendur Húsavíkurbæjar
Stjórnendur Húsavíkurbæjar sátu í gær fyrra af tveimur námskeiðum fyrir stjórnendur um starfsþróunarviðtöl. Leiðbeinandi var Kristján Már Magnússon sálfræðingur hjá Reyni ráðgjafarstofu.
Starfsþróunarviðtöl hafa verið tekin um nokkurra ára skeið í skólum sveitarfélagsins og mælst vel fyrir bæði meðal stjórnenda og starfsfólks. Slík viðtöl verða innleidd í allar stofnanir og deildir sveitarfélagsins á árinu 2006.
Stjórnendur Húsavíkurbæjar sátu í gær fyrra af tveimur námskeiðum fyrir stjórnendur um starfsþróunarviðtöl. Leiðbeinandi var Kristján Már Magnússon sálfræðingur hjá Reyni ráðgjafarstofu.
Starfsþróunarviðtöl hafa verið tekin um nokkurra ára skeið í skólum sveitarfélagsins og mælst vel fyrir bæði meðal stjórnenda og starfsfólks. Slík viðtöl verða innleidd í allar stofnanir og deildir sveitarfélagsins á árinu 2006. Þetta námskeið var fyrsti liðurinn í þeirri innleiðingu. Á næstunni verður starfsmönnum boðið 2ja tíma námskeið þar sem fjallað verður um tilgang starfsþróunarviðtala og starfsmönnum veitt tilsögn í undirbúningi fyrir slík viðtöl.
Hér má sjá dagskrá námskeiðsins.