Fara í efni

Stefnumótun í ferðaþjónustu

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga vinnur nú að stefnumótunaráætlun fyrir ferðamál á Norðausturlandi.  Áætlunin er til fimm ára og megin markmið hennar eru að greina núverandi stöðu ferðamála á svæðinu auk þess að útbúa aðgerðaráætlun sem auka á samkeppnishæfni svæðisins og gera það að eftirsóknarverðum áfangastað fyrir ferðamenn. Hluti þessarar vinnu felst í aðkomu hagsmunaaðila á svæðinu.  Því verða haldnir fundir víðsvegar á svæðinu þar sem farið er yfir verkefnið og þátttakendur eru beðnir um að koma með innlegg og tillögur. Hér má sjá nánar um hvar og hvenær samráðsfundirnir eru haldnir.

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga vinnur nú að stefnumótunaráætlun fyrir ferðamál á Norðausturlandi.  Áætlunin er til fimm ára og megin markmið hennar eru að greina núverandi stöðu ferðamála á svæðinu auk þess að útbúa aðgerðaráætlun sem auka á samkeppnishæfni svæðisins og gera það að eftirsóknarverðum áfangastað fyrir ferðamenn.

Hluti þessarar vinnu felst í aðkomu hagsmunaaðila á svæðinu.  Því verða haldnir fundir víðsvegar á svæðinu þar sem farið er yfir verkefnið og þátttakendur eru beðnir um að koma með innlegg og tillögur.

Hér má sjá nánar um hvar og hvenær samráðsfundirnir eru haldnir.