Stjórnsýsluhúsið á Húsavík innleiðir fyrsta Græna skref SSNE
03.10.2023
Tilkynningar
Miðvikudaginn 27. september sl. fékk Stjórnsýsluhús Norðurþings á Húsavík viðurkenningu fyrir innleiða fyrsta Græna skref SSNE. Starfsfólkið er samtaka um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar, með því að draga úr og flokka vel úrgang, spara orku og hita og nýta vel úr hlutunum í stað þess að skipta þeim út. Í tilefni af áfanganum fékk starfsfólkið tertu og Smári og Kristin Helga frá SSNE komu með fræðslu um Græn skref og afhentu viðurkenninguna.
Stjórnsýsluhúsið á Húsavík er önnur stofnun Norðurþings til að innleiða fyrsta græna skrefið en í síðasta mánuði náði skrifstofa Norðurþings á Raufarhöfn þeim áfanga.