Stóra upplestrarkeppnin 2008 í Þingeyjarsýslum
Lokahátíðir Stóru upplestrarkeppninnar í Þingeyjarsýslum voru haldnar 10. og 11. apríl s.l. Skáld Stóru upplestrarkeppninnar að þessu sinni voru tvö: Jón Sveinsson og Steinn Steinarr.
Fyrri lokahátíðin var haldin í Félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn fimmtudaginn 10. apríl. Keppendur voru nemendur úr 7. bekk Öxarfjarðarskóla, Grunnskóla Raufarhafnar, Grunnskóla Svalbarðshrepps og Grunnskóla Þórshafnar.
Síðari lokahátíðin var haldin í Safnahúsinu á Húsavík föstudaginn 11. apríl. Keppendur voru nemendur úr 7. bekk Borgarhólsskóla, Hafralækjarskóla, Litlulaugaskóla og Reykjahlíðarskóla.
Á lokahátíðinni sem haldin var á Raufarhöfn voru verðlaunahafar: María Dís Ólafsdóttir Öxarfjarðarskóla sem hafnaði í 1. sæti, Daníel Atli Stefánsson Öxarfjarðarskóla í 2. sæti og Þórunn Nanna Ragnarsdóttir Grunnskóla Raufarhafnar í 3. sæti. Þá var veitt sérstök viðurkenning fyrir góðan flutning á kvæðinu "Barn" eftir Stein Steinar en þá viðurkenningu hlaut Arnar Freyr Halldórsson nemandi í Grunnskóla Svalbarðshrepps.
Á lokahátiðnni sem haldin var á Húsavík voru verðlaunahafar: Eydís Helga Pétursdóttir Litlulaugaskóla sem hafnaði í 1. sæti, Ásdís Elva Kjartansdóttir Hafralækjarskóla í 2. sæti og Helga Guðrún Egilsdóttir Reykjahlíðarskóla í 3. sæti.
Allir nemendurnir sem þátt tóku í þessum Lokahátíðum fengu bókina "Ríki gullna drekans" eftir Isabel Allende frá Máli og menningu. Þá veittu Sparisjóðirnir peningaverðlaun fyrir 1. 2. og 3. sætið.
Á milli upplestraratriða komu fram nemendur úr tónlistarskólunum á svæðinu og fluttu tónlistar- og söngatriði . Mæting foreldra og annarrra velunnarra skólanna var mjög góð á báðum þessum hátíðum.
Fh. Undirbúningsnefndar
Sigurður Aðalgeirsson
Skólaþjónustu Norðurþings