Fara í efni

Strætóferðir um Norður- og Norðausturland

Nýjungar verða í almenningssamgöngum á Norður- og Norðausturlandi frá og með 2. janúar 2013, þegar Strætó mun hefja akstur á  svæðinu. Þessi nýjung mun leiða til fleiri ferða og aukinnar þjónustu á svæðinu. Þrjár leiðir verða í boði: Siglufjörður – Akureyri, Egilsstaðir- Akureyri og Þórshöfn - Akureyri í gegnum Húsavík.

Panta þarf sérstaklega ferðir til Ásbyrgis, Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar með minnst fjögurra tíma fyrirvara.

Á vef Strætó, www.straeto.is er hægt er að kynna sér tímaáætlanir og hve mörg gjaldsvæði liggja á milli þeirra. Þar er einnig að finna reiknivél til að reikna út verð á milli staða

Hagkvæmast er að kaupa farið á straeto.is en utan höfuðborgarsvæðisins er hægt að borga með debet- eða kreditkorti. Farmiðar verða seldir á völdum stöðum í þéttbýliskjörnum á svæðinu, þá er einnig að finna á www.straeto.is.

Fargjaldið miðast við fjölda gjaldsvæða sem farið er yfir í hverri ferð. Staðgreiðsluverð er 350 fyrir hvert gjaldsvæði. Ef greitt er með farmiðum  þarf að nota jafn marga miða og fjöldi gjaldsvæða segir til um.  Sem dæmi má nefna að 6 gjaldsvæði eru á milli Akureyrar og Húsavíkur, ef greitt er með farmiðum þarf að nota 6 farmiða og þá kostar ferðin 2.000 kr. fyrir fullorðna (750 kr. fyrir ungmenni, 330 kr. fyrir börn og 690 kr. fyrir öryrkja og aldraða)

Í upphafi  verður akstri um Norður og Norðausturland sinnt með langferðabílum frá Hópferðabílum Akureyrar og verður þráðlaust net  um borð í öllum vögnum

Nánari upplýsingar á strætó.is eða í þjónustuveri í síma 5402700

Þjónustuverið er opið alla daga kl 07:00-22:00, en alltaf er hægt að senda fyrirspurn á www.straeto.is/um-fyrirtaekid/hafdu-samband