Stuðningsfjölskylda óskast
Barnavernd Þingeyinga leitar að stuðningsfjölskyldu fyrir börn, 2-4 sólahringa í mánuði.
Hlutverk stuðningsfjölskyldu:
Stuðningsfjölskylda tekur á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum til að létta álagi af barni og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum og styðja þá í uppeldishlutverkinu. Algengast er að barn dvelji hjá stuðningsfjölskyldu 1-2 helgar í mánuði en heimilt er að vista barn hjá stuðningsfjölskyldu í allt að sjö daga samfellt.
Dvöl hjá stuðningsfjölskyldu er samningsbundin til ákveðins tíma. Um verktakagreiðslur er að ræða og er greitt er samsvarar einföldum barnalífeyri fyrir tvo sólahringa.
Starfsmenn Barnaverndar Þingeyinga eru Signý Valdimarsdóttir og Árný Yrsa Gissurardóttir. Þær veita frekari upplýsingar og taka á móti umsóknum vegna leyfa frá barnavernd Þingeyinga.
Barnavernd Þingeyinga er staðsett að Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík, Sími 464-6100, netföng: signy@nordurthing.is og arny@nordurthing.is