Fara í efni

Styrkir til barna- og unglingastarfs í Norðurþingi

Æskulýðsnefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfs í þágu barna og ungmenna. Félög og/eða samtök sem hafa barna- og unglingastarf á stefnuskrá sinni geta sótt um styrk.

Æskulýðsnefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfs í þágu barna og ungmenna. Félög og/eða samtök sem hafa barna- og unglingastarf á stefnuskrá sinni geta sótt um styrk.

Með umsókn skulu fylgja ársreikningar viðkomandi umsækjanda ásamt greinargerð um hvernig ætlunin er að nota það fjármagn sem óskað er eftir. Ef viðkomandi umsækjandi sótti um og fékk styrk árið 2009 er óskað eftir greinargerð um hvernig því fjármagni var varið.
Fjármagnið er takmarkað og veittur styrkur  oft ekki í samræmi við umsóknir.
Æskulýðsnefnd Norðurþings áskilur sér rétt til að óska eftir vinnuframlagi frá umsækjendum í þágu barna og ungmenna í Norðurþingi.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Norðurþings, Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík fyrir 17.mars n.k.
 
Nánari upplýsingar veitir
Jóhann Rúnar Pálsson
Æskulýðsfulltrúi Norðurþings
4646196/4646197
joipals@nordurthing.is