Fara í efni

Styrkir til lista- og menningarmála

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarmála. 

Styrkirnir eru veittir samkvæmt skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs Norðurþings og reglum um úthlutun úr sjóðnum.

 

Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári, í mars og október. Skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs  ásamt reglum um úthlutun úr sjóðnum má nálgast á heimasíðu Norðurþings http://www.nordurthing.is.

 

Umsóknum vegna úthlutunar í mars 2014 skal skila á skrifstofu Norðurþings á Húsavík eigi síðar en 6. mars n.k. Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð.

 

F.h. Fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings.

 

Erla Sigurðardóttir

Fræðslu- og menningarfulltrúi

s. 464 6123,

erla@nordurthing.is