Fara í efni

Sumaráætlun Strætó 2015

Sumaráætlun Strætó hefst eftirtalda daga

 

  • Suðurland 17. maí
  • Norður- og Norðausturland 31. maí
  • Höfuðborgarsvæðið 7. júní
  • Vestur- og Norðurland 7. júní
  • Suðurnes 7. júní

 

Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á Strætó.is og í síma 540 2700 

 

Nánar um breytingar á hverjum stað fyrir sig.

 

 

Sumaráætlun Strætó á höfuðborgarsvæðinu

Sumaráætlun Strætó tekur gildi þann 7. júní á höfuðborgarsvæðinu. Þá munu leiðir 2, 5, 11, 12, 13, 14, 15, 18, 24, 28, 35 fara frá korters tíðni yfir á hálftíma tíðni á annatíma. Að öðru leyti mun áætlunin haldast óbreytt frá vetraráætluninni.

 

Sumaráætlun Strætó á Suðurlandi

Sumaráætlun tekur gildi þann 17. maí.  Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Leið 52 – Vegna breytinga á tímatöflu Herjólfs verður tímum breytt sem hér segir:
    • Ferð kl. 12:35 frá Landeyjahöfn í Mjódd færist til kl. 14:35.

    • Ferð kl. 18:50 frá Landeyjahöfn í Mjódd færist til kl. 19:20.

    • Ferð kl. 10:00 frá Mjódd til Landeyjahafnar færist til kl. 12:00.
  • Leið 51 – vegna breytinganna á leið 52 verða eftirfarandi breytingar gerðar á tímasetningum leiðar 51:
    • Á virkum dögum færist ferð kl. 21:30 frá Mjódd til Selfoss til kl. 22:00.  
    • Um helgar færist ferð kl. 20:30 frá Mjódd til Selfoss til kl. 22:00.træ
    • Akstur verður nú eins á laugardögum og sunnudögum sem þýðir að einhverjar ferðir færast til, m.a. færist ferð kl. 7:52 á sunnudögum frá Selfossi í Mjódd til kl. 7:22.
  • Leið 75 – Ferð kl. 22:24 frá Selfossi–N1 færist til kl. 22:05.

 

Sumaráætlun Strætó á Vestur- og Norðurlandi

Sumaráætlun tekur gildi þann 7. júní. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Leið 57 – Keyrir tvær ferðir til og frá Akureyri alla daga, einnig á laugardögum.
  • Leið 58 – Keyrir tvær ferðir á dag alla daga.

  • Leið 81 – Keyrir einungis mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga.

  • Leið 82 – Keyrir alla daga og í sumum ferðum til Arnarstapa líkt og sumarið 2014.

 

Sumaráætlun Strætó á Norður- og Norðausturlandi

Sumaráætlun tekur gildi þann 31. maí. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Leið 56
    • Ekur alla daga milli Akureyrar og Egilsstaða og eina ferð aukalega á dag milli Reykjahlíðar og Akureyrar.

  • Leið 78
    • Leggur af stað kl. 10:30 frá Siglufirði á sunnudögum.
    • Biðstöðin við Akureyrarflugvöll dettur út.

  • Leið 79
    • Leggur af stað kl. 10:30 frá Húsavík á virkum dögum.

 

Sumaráætlun Strætó á Suðurnesjum

Sumaráætlun tekur gildi þann 7. Júní. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Leið 55
    • Kemur 2 mínútum fyrr á biðstöðvarnar Vogaafleggjari, Grindavíkurafleggjari, Tjarnarhverfi, Skógarbraut, Keilir og Bogabraut á leið frá Firði til Reykjanesbæjar og 1 mínútu fyrr á Njarðvíkurtorg. Þessar breytingar hafa ekki áhrif á heildarferðatíma leiðarinnar.
    • Biðstöðin Blikavöllur við FLE breytir um nafn í Kjóavöll og FLE mun skiptast í tvær biðstöðvar, FLE – Koma og FLE – Brottför.
  • Leið 88

    • Ferðir kl. 15:28 á fimmtudögum og kl. 14:28 á föstudögum frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ferð kl. 14:55 frá Grindavík á föstudögum falla út yfir sumartímann.

    • Ferð kl. 7:52 frá Miðstöð til Grindavíkur á virkum dögum seinkar um 5 mínútur, til kl. 7:57 og munu því tengjast innanbæjarvögnum í Miðstöð.

    • Vegna hliðrana á tímum á leið 55 í átt frá Firði til Reykjanesbæjar hliðrast sumar ferðir á leið 88 einnig um 2 mínútur til þess að þær passi við leið 55.

 

Nánari upplýsingar á strætó.is og í síma 540 2700