Fara í efni

Sumarbæklingur Norðurþings

Nú á vordögum vaknaði sú hugmynd að útbúa bækling með upplýsingum um þá afþreyingarmöguleika sem eru í boði í sveitarfélaginu Norðurþingi. Í framhaldi af því var auglýst eftir upplýsingum frá félögum og einstaklingum sem ætluðu sér að vera með starf í sumar og er bæklingur þessi afurð þeirrar svörunar. Sumarbæklingurinn

Nú á vordögum vaknaði sú hugmynd að útbúa bækling með upplýsingum um þá afþreyingarmöguleika sem eru í boði í sveitarfélaginu Norðurþingi. Í framhaldi af því var auglýst eftir upplýsingum frá félögum og einstaklingum sem ætluðu sér að vera með starf í sumar og er bæklingur þessi afurð þeirrar svörunar.

Sumarbæklingurinn

Fjöldamörg félagasamtök og fyrirtæki eru starfandi í sveitarfélaginu Norðurþingi sem bjóða upp á afþreyingu fyrir börn og fullorðna, verður það seint fullþakkað. Óhætt er að fullyrða að það starf sem fer fram hjá þessum félögum sé bæði gefandi og uppibyggilegt og er hugmyndin sú að bæklingur þessi geti orðið sá upplýsingamiðill sem hægt er að leita eftir  upplýsingum um hvað er í boði í sveitarfélaginu. Bæklingurinn er langt frá því að vera tæmandi en gefur vonandi mynd af þeim möguleikum sem eru í boði. Honum hefur verið dreift til allra nemenda Borgarhólsskóla, í verslanir og er einnig aðgengilegur hér á heimasíðu Norðurþings.

 

Fyrir hönd starfsmanna,

 Jóhann Rúnar Pálsson

æskulýðsfulltrúi.