Sumarfrístund á Húsavík - skráning hafin
Sumarfrístund mun hefjast miðvikudaginn 9.júní.
Á síðustu stundu náðist að fylla í öll störf frístundar og verður vistun í boði fyrir 1-4 bekk alla virka daga frá 8-12 & 13-16. Hádegishlé er á milli 12-13.
Búið er að opna skráningar og skrá þarf í fyrstu vikuna (9. - 11.júní) fyrir kl 23.59 mánudaginn 7.júní.
Frístund fyrir hádegi
Byrjað er að taka við skráningum fyrir hádegi og er skráð með því að fylla út eyðublað https://www.nordurthing.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-barns-i-fristund-fyrir-hadegi
Skrá má eina viku í senn en bent er á að skráningar endurnýjast ekki sjálfkrafa eins og í skólafrístund. Skráningareyðublaðið á að útskýra þetta nokkuð vel.
Verð fyrir staka viku er 3.500 kr. (700 kr. á dag).
Þær vikur sem eru ekki með 5 daga opnun eru því ódýrari sem nemur 700kr á dag
Nánar um frístund fyrir hádegi
Frístund eftir hádegi
Eftir hádegi er annað fyrirkomulag á frístund og fer sú skráning fram í gegnum Nora kerfið. Þar er hægt að nýta frístundastyrk Norðurþings sem greiðsluleið.
Verð fyrir staka viku er 7.200 kr.
ATH ! Skráningar þurfa að berast á fimmtudegi fyrir komandi viku (mánudag í fyrsta námskeiði).
Nánar um frístund eftir hádegi
Fleira í boði !
Að lokum er bent á annað íþróttastarf sem er í boði í sumar á vegum íþróttafélaga.
Minnum á að hægt er að nýta frístundastyrk Norðurþings við greiðslu æfingagjalda ef námskeið eru skráð í Nora kerfi.
Nánari upplýsingar um önnur námskeið er að finna hér:
- Völsungur – volsungur.is - https://volsungur.felog.is/ (knattspyrna, sundnámskeið)
- GH – golfnámskeið – skráning inná https://hsth.felog.is/
- HSÞ – Frjálsar íþróttir skráning inná https://hsth.felog.is/
- CF Húsavík stendur fyrir crossfit námskeiði nánar hér
- Siglinganámskeið Völsungs - nánar hér
- Granamenn stefna á reiðnámskeið í sumar. Auglýst ef af verður.