Sumarfrístund auglýsir eftir starfsmanni
04.05.2021
Tilkynningar
Norðurþing auglýsir 100% sumarstarf í sumarfrístund á Húsavík og önnur tilfallandi störf fyrir sumarið 2021.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf ekki síðar en 7. júní og þarf að hafa náð 18 ára aldri.
Helstu hæfniskröfur:
- Góð reynsla af starfi með börnum
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Hæfni til að skapa liðsheild í starfsmannahópnum
- Getu til að sýna frumkvæði
- Starfsreynsla í félagsmiðstöð og eða öðru tómstunda- og frístundastarfi er kostur
- Samskiptahæfni
- Góð almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar veitir:
Kristinn Lúðvíksson, Forstöðumaður frístundar- og félagsmiðstöðvar
Kristinn@nordurthing.is
663 5290 / 661-1215