Fara í efni

Sumarstarf í boð – umsjónarmaður með bifreiðastæðum

Ert þú sannfærandi og ákveðinn en samt góður hlustandi.  Ert þú kurteis með gott jafnaðargeð.  Ert þú góður leiðbeinandi og færð aðila til að hlusta á þig, skilja og fara eftir fyrirmælum.  

.  Ert þú sjálfstæður einstaklingur með  metnað fyrir því sem þú tekur þér fyrir hendur.  Ert þú með góða útgeilsun og fallegt bros.  Átt þú auðvelt með að tala erlend tungumál.

Ef svo er þá ættir þú kannski að hugleiða að sækja um starf hjá okkur.  Starfið felst í að leiðbeina hópferðabílstjórum, bifreiðaeigendum og öðrum vegfarendum á vélknúnum ökutækjum um hvar má leggja og hvar má stoppa til að hleypa fólki út, á og við Hafnastéttina á Húsavík.

Starfinu fylgja engin sérstök fríðindi önnur en að kynnast frábæru fólki sem hefur ákveðið að heimsækja bæinn okkar og njóta tilverunnar með okkur. 

Helstu kostir til starfsins er fallegt bros og góður vilji – mikil útgeislun.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi STH og taka launin breytingum samkvæmt launatöflu STH og Launanefndar sveitarfélaga.  Starfstími er frá júní til og með ágúst 2014.

Sveitarfélagið hvetur jafnt konur og karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjartur Ellert Jónsson, fjármálastjóri – og staðgengill bæjarstjóra.

gudbjartur@nordurthing.is eða í síma 464-6100