Fara í efni

Sumarstarf Orkuveita Húsavíkur ohf.

Við leitum að jákvæðu og framtakssömu fólki í skemmtilegt sumarstarf á orkumiklum og skemmtilegum vinnustað.
Um er að ræða fjölbreytt starf bæði inni og úti.

Hæfniskröfur:

  • Ríka þjónustulund
  • Hæfni í að starfa sjálfstætt og í hóp
  • Vera heiðarleg(ur) og stundvís
  • Hafa gild ökuréttindi
  • Lyftararéttindi er kostur

Við hvetjum öll til að sækja um

  • Við viljum hafa sem fjölbreyttastan hóp starfsfólks og hvetjum því öll kyn til að sækja um.
  • Við val á nýju starfsfólki er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum.

Nánari upplýsingar gefur Benedikt Þór Jakobsson, rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur í gegnum netfangið benedikt@nordurthing.is eða í síma 464-6100.