Sumarstörf hjá Norðurþingi 2024
07.02.2024
Tilkynningar
Norðurþing auglýsir fjölbreytt og skemmtileg sumarstörf laus til umsóknar. Umsóknareyðublað má finna hér neðar.
SUMARFRÍSTUND Á HÚSAVÍK
- Frístundaleiðbeinendur í Sumarfrístund fyrir 6-10 ára krakka.
VINNUSKÓLI NORÐURÞINGS
- Umsjónarmaður Vinnuskóla Norðurþings - Aldurstakmark 18 ára eða eldri. Bílpróf nauðsynlegt.
- Flokkstjórar í Vinnuskóla Norðurþings.
- Ungmenni í 7. - 9. bekk. ( Eyðublað hér )
Upplýsingar um ofan talin störf veitir Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi - netfang: hafrun@nordurthing.is eða í síma 464-6100.
BORGIN FRÍSTUND OG SKAMMTÍMADVÖL
- Vinna með ungmennum með sértækar stuðningsþarfir (18 ára og eldri og hreint sakavottorð.)
VÍK ÍBÚÐAKJARNI
- Búseta fullorðinna með sértækar stuðningsþarfir (18 ára og eldri og hreint sakavottorð).
Upplýsingar um ofan talin störf veitir Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri. Netfang: lara@nordurthing.is eða í síma 464-6100.
Allir þeir sem starfa með börnum og fötluðum skulu skila inn hreinu sakavottorði