Fara í efni

Sumarvinna í Norðurþingi

Sumarið 2009 mun sveitarfélagið Norðurþing standa fyrir sumarvinnu fyrir ungmenni sem fædd eru árið 1992 eða fyrr og eiga  lögheimili í sveitarfélaginu Norðurþingi. Vinna mun hefjast í byrjun júní og að öllum líkindum standa yfir fram í lok júlí ( þó mun vinnutími fara eftir fjölda umsækjenda). Verkefni verða t.d.:  gróðursetning, áburðargjöf á plöntur, stígagerð, eyðing illgresis, grisjun skóga o.fl.

Sumarið 2009 mun sveitarfélagið Norðurþing standa fyrir sumarvinnu fyrir ungmenni sem fædd eru árið 1992 eða fyrr og eiga  lögheimili í sveitarfélaginu Norðurþingi. Vinna mun hefjast í byrjun júní og að öllum líkindum standa yfir fram í lok júlí ( þó mun vinnutími fara eftir fjölda umsækjenda).

Verkefni verða t.d.:  gróðursetning, áburðargjöf á plöntur, stígagerð, eyðing illgresis, grisjun skóga o.fl.

Þeir sem hug hafa á að sækja um geri það á þar tilgerðum eyðublöðum sem liggja frammi í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík , skrifstofu sveitarfélagsins á Kópaskeri og Raufarhöfn. Gerðir verða ráðningasamningar fyrir hvern og einn.

Launaflokkur verður 115.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2009.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Hreinsson í síma 464-6100.

 

Undirbúningsnefnd