Fara í efni

Sundnámskeið barna í Sundlaug Húsavíkur

Sundnámskeið fyrir börn sem fædd eru árin 2001, 2002, 2003 og 2004, verður haldið virku dagana frá 2. júní til og með 13. júní 2008. Námskeiðin eru fyrir hádegi. Starfsfólk leikskólanna fylgja þeim börnum, sem fædd eru 2002 og 2003 og eru í leikskóla fyrir hádegi.

Sundnámskeið fyrir börn sem fædd eru árin 2001, 2002, 2003 og 2004, verður haldið virku dagana frá 2. júní til og með 13. júní 2008. Námskeiðin eru fyrir hádegi.

Starfsfólk leikskólanna fylgja þeim börnum, sem fædd eru 2002 og 2003 og eru í leikskóla fyrir hádegi.

Börn sem eru fædd árið 2004 eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna sinna. Foreldri mætir með barnið, klæðir það úr inní klefa, kemur því í gengum sturtuna og út á laugarbakka fyrir tíma og vakir yfir barninu þar til að tíma lýkur.  Foreldrið tekur síðan aftur við barninu á sama stað og kemur því í gegnum klefann og út.

Upplýsingar og skráning eru einungis í sundlauginni í síma 464-6190. Skráningu skal vera lokið 30 maí. Athugið ekki verður tekið við skráningu eftir þann tíma.

Þátttökugjald er: 3000.kr fyrir hvert barn. Ef fleiri en eitt barn úr fjölskyldu er gjaldið 2.500.kr. Greiðist í Sundlauginni.

Kennarar verða Harpa Aðalbjörnsdóttir og Árný Björnsdóttir.

Forstöðumaður.