Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs lögð fram til kynningar
Tillaga að svæðisáætluninni ásamt umhverfisskýrslu hefur nú verið lögð fram og er hún aðgengileg á skrifstofum hlutaðeigandi sveitarfélaga og á heimasíðu Flokkun Eyjafjörður ehf., http://www.flokkun.is. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við tillöguna og umhverfisáhrif hennar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og þurfa þær að berast til Ólafar Hörpu Jósefsdóttur, formanns verkefnisstjórnar, Geislagötu 9, 600 Akureyri, eða á netfangið flokkun@flokkun.is í síðasta lagi föstudaginn 3. júlí 2015.
Svæðisáætlunin nær yfir svæðið frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri, en á þessu svæði eru 18 sveitarfélög. Áætlunin hefur m.a. að geyma yfirlit yfir stöðu úrgangsmála í einstökum sveitarfélögum á svæðinu og lýsingu á helstu markmiðum og aðgerðum í úrgangsmálum næstu 12 ár. Áætlunin er gerð í samræmi við lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum.
Ástæða er til að hvetja íbúa til að kynna sér tillöguna á heimasíðunni http://www.flokkun.is og koma ábendingum eða athugasemdum við hana á framfæri áður en fyrrnefndur frestur rennur út.