Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum
Kynningarfundur um drög að svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum og umhverfismati áætlunarinnar var haldinn að Ýdölum í Aðaldal 14. maí 2007. Frummælendur á fundinum voru: Gaukur Hjartarson, formaður samvinnunefndar um gerð svæðisskipulagsins, Birna B. Árnadóttir frá Skipulagsstofnun, Þorkell Lindberg Þórarinsson frá Náttúrustofu Norðausturlands, Árni Ólafsson frá Teiknistofu Arkitekta og Jóna Bjarnadóttir frá VGK-Hönnun.
Fundinum stýrð Ásvaldur Æ. Þormóðsson. Á fjórða tug gesta mætti til að hlíða á fyrirlestrana og taka þátt í umræðum um áframhald vinnunnar. Talsverðar umræður urðu að kynningum loknum. Almennt virtust fundargestir ánægðir með það sem unnist hefur en nokkrar gagnlegar ábendingar komu um hvað betur mætti fara. Glærur með fyrirlestrum fundarins má finna á heimasíðu Teiknistofu Arkitekta (teikna.is). Áhugasömum er bent á að koma tillögum og athugasemdum öðrum varðandi svæðisskipulagið til formanns samvinnunefndarinnar um póstfangið gaukur@husavik.is.