Fara í efni

Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025

Samvinnunefnd um svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum samþykkti þann 8. nóvember 2007 tillögu að svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025. 

Samvinnunefnd um svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum samþykkti þann 8. nóvember 2007 tillögu að svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025. 

Tillagan var auglýst til kynningar þann 18. september og lá frammi hjá aðildarsveitarfélögunum og Skipulagsstofnun til 16. október s.l.  Frestur til að skila athugasemdum rann út 30. október og bárust athugasemdir frá fimm aðilum. Samvinnunefnd hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem þær gerðu umsögn sína.
Vegna athugasemdanna voru gerðar nokkrar minniháttar breytingar á texta greinargerðar.  Breytingarnar koma fram í grein 6.2.1 um náttúruverndarsvæði, grein 6.3.1 um afmörkun orkuvinnslusvæða og grein 6.3.2 um orkuvinnslusvæði á Þeistareykjum.
Samþykkt svæðisskipulag verður sent Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu samvinnunefndarinnar geta snúið sér til undirritaðs formanns nefndarinnar á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.


F.h. samvinnunefndarinnar

Gaukur Hjartarson