Sveitarstjórnarkosningar 2018 - kjörstaðir
Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 26. maí 2018. Rétt til að kjósa
á kjörfundi á kosningadaginn 26. maí 2018, hafa allir 18 ára og eldri sem eru á
kjörskrá. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki. Norðurþingi er skipt
niður í 5 kjördeildir, skv. eftirfarandi:
• Kjördeild I og II – Borgarhólsskóla Húsavík
Fyrir íbúa Húsavíkur og Reykjahverfis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-22:00.
Inngangur að austanverðu, gengt Framhaldsskólanum og Íþróttahöllinni.
• Kjördeild III – Skúlagarði
Fyrir íbúa Kelduhverfis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.
• Kjördeild IV – Skólahúsinu Kópaskeri
Fyrir íbúa Kópaskers og Öxarfjarðar. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.
• Kjördeild V – Ráðhúsinu á Raufarhöfn
Fyrir íbúa Raufarhafnar og nágrennis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.
Aðsetur yfirkjörstjórnar verður í Borgarhólsskóla á Húsavík á kjördag.
Talning atkvæða fer fram á sama stað.
Um undirbúning, framkvæmd og frágang sveitarstjórnarkosninga fer eftir lögum
um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.
Allar nánari upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar, s.s. kjörskrá, lög
og leiðbeiningar er hægt að nálgast á upplýsingavefnum www.kosning.is.
Einnig veita skrifstofur og Yfirkjörstjórn Norðurþings nánari upplýsingar.
Yfirkjörstjórn Norðurþings
Ágúst Sigurður Óskarsson
Bergþóra Höskuldsdóttir
Hallgrímur Jónsson