Sýningin Sléttan, Yzta Annesið opnar í Óskarsbragganum á Raufarhöfn
Þann 12. april næstkomandi milli 16 -20 opnar Jón Helgi Pálmason sýninguna Sléttan, Yzta Annesið í Óskarsbragganum á Raufarhöfn.
Verkið Sléttan, Yzta Annesið er ljósmyndaverk um Melrakkasléttu á Norðausturlandi. Innblásið af þjóðsögum og viðburðasögum fortíðar dregur verkið fram ljóðrænt yfirbragð landslags Melrakkasléttu í formi ljósmynda og varpar fram íhugun um hvernig umhverfið endurspeglar íbúa og líf þeirra í tímans rás.
Sléttan, Yzta Annesið hefur þá sérstöðu að verða að sýningu í sama samfélagi og landslagi og það var skapað í. Sýningin verður sett upp á Raufarhöfn, í Óskarsbragga sem var verbúð á síldarárunum, tímum mestu uppbyggingar og góðæris í sögu þorpsins. Innan veggja gömlu verbúðarinnar sem verið er að byggja upp mætast nú list, sagan og nútíminn.
Öllum þeim sem kunna hafa áhuga eru velkomin á opnun sýningarinnar þann 12.april kl. 16 - 20 í Óskarsbragganum á Raufarhöfn.
Sýningin hlaut styrk úr lista- og menningarsjóði Norðurþings.