Fara í efni

Tæp 90% hlynnt byggingu álvers við Húsavík

Í  könnun sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur unnið fyrir Húsavíkurbæ kemur fram að tæp 89% íbúa sveitarfélagsins eru hlynntir uppbyggingu  álvers eða annarrar  slíkrar stóriðju við Húsavík.

Í  könnun sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur unnið fyrir Húsavíkurbæ kemur fram að tæp 89% íbúa sveitarfélagsins eru hlynntir uppbyggingu  álvers eða annarrar  slíkrar stóriðju við Húsavík.

Í  könnun sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur unnið fyrir Húsavíkurbæ kemur fram að tæp 89% íbúa sveitarfélagsins eru hlynntir uppbyggingu  álvers eða annarrar  slíkrar stóriðju við Húsavík.

            Könnunin tók til íbúa þeirra þriggja sveitarfélaga – Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar - sem standa að byggðaverkefninu Virkjum alla! rafrænt samfélag og var unnin í tengslum við skoðanakönnun á vegum verkefnisins dagana 13. – 24. sept. s.l.

            Úrtakið í könnuninni var 504 einstaklingar og þar af svöruðu 363 eða um 72% en af þeim tóku 13% ekki afstöðu eða svöruðu ekki. Sé tekið mið af þeim sem afstöðu tóku eru helstu niðurstöður könnunarinnar eftirfarandi.

Í sveitarfélögunum þremur eru tæp 84% mjög eða frekar hlynnt slíkri uppbyggingu og rúm 16% eru á móti því. Sé litið til búsetu fólks sem svarar könnuninni má sjá að tæplega 89% fólks í Húsavíkurbæ er frekar eða mjög hlynnt slíkri uppbyggingu og rúmlega 11% andvígt. Um 73% þeirra sem búa í Aðaldælahreppi og Þingeyjarsveit eru mjög eða frekar hlynntir því og um 27% eru mjög eða frekar andvígir.

Skýrslu RHA má nálgast hér.