Tendrun á ljósum jólatrjáa
01.12.2020
Tilkynningar
Í morgun tendruðu elstu börnin á leikskólanum á Grænuvöllum ljósin á jólatréinu á Húsavík og um svipað leyti tendruðu skólabörn í Lundi á sínu jólatréi á skólalóðinni ásamt miðstigi skólabarna frá Raufarhöfn. Leikskólabörn á Kópaskeri skelltu sér einnig út í morgun og tendruðu ljós á jólatrénu á Kópaskeri.
Ákveðið var að fresta tendrun ljósa á jólatrénu á Raufarhöfn vegna veðurspáar.
Auðvitað minnum við á #verðiljós í kvöld en hægt er að nálgast upplýsingar á Facebookviðburði sem finna má hér.
Við verðum "live" eða í beinni á Facebook og aldrei að vita en að upp úr 20:00 sjáist til jólasveins en Grýla er að leita að einum sem slapp úr hellinum.
Hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í kvöld kl. 19:50 með því að slökkva ljós heima og kveikja á jólaljósum kl. 20:00. Síðast en ekki síst er þetta táknrænn gjörningur um að hleypa ljósinu inn í hug okkar og hjörtu.