Fara í efni

„Þar sem hjartað slær\" - Skipulag miðbæjar- og hafnarsvæðis Húsavíkur

Nú í sumar kynnti ráðgjafafyrirtækið Alta greiningu sína á miðbæjar- og hafnarsvæði Húsavíkur fyrir sveitarstjórn og bæjarbúum.  Breytingar á starfsemi á hafnarsvæðinu hafa leitt til nánari tengsla milli miðbæjar og hafnar.  Áform um frekari uppbyggingu þar, ásamt áformum um álver við Bakka, munu að líkindum auka enn ásókn í lóðir á svæðinu.  Því var talið mikilvægt að skipulagsmál svæðisins væru skoðuð í heildarsamhengi og til langrar framtíðar.

Nú í sumar kynnti ráðgjafafyrirtækið Alta greiningu sína á miðbæjar- og hafnarsvæði Húsavíkur fyrir sveitarstjórn og bæjarbúum.  Breytingar á starfsemi á hafnarsvæðinu hafa leitt til nánari tengsla milli miðbæjar og hafnar.  Áform um frekari uppbyggingu þar, ásamt áformum um álver við Bakka, munu að líkindum auka enn ásókn í lóðir á svæðinu.  Því var talið mikilvægt að skipulagsmál svæðisins væru skoðuð í heildarsamhengi og til langrar framtíðar.

Mikilvægt er að stuðla að því að skipulag miðbæjar- og hafnarsvæðisins á Húsavík verði vandað og svari sem best framtíðarþörfum atvinnustarfsemi, íbúa og gesta.  Uppbygging og þróun á svæðinu verði Norðurþingi til sóma og skerpi ímynd bæjarins í hugum fólks.

Skýrslu Alta um greininguna er að finna hér til hægri á síðunni undir hnappnum „Miðbæjarskipulag - Alta-skýrsla".