Fara í efni

Þarft þú á þjónustu dagforeldris að halda?

Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar á reglum um inntöku barna á leikskóla í Norðurþingi, kannar sveitarfélagið þörf fyrir þjónustu dagforeldra. Relgur um inntöku barna má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins http://nordurthing.is og eru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólaaldri hvattir til að kynna sér þær.

Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar á reglum um inntöku barna á leikskóla í Norðurþingi, kannar sveitarfélagið þörf fyrir þjónustu dagforeldra. Relgur um inntöku barna má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins http://nordurthing.is og eru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólaaldri hvattir til að kynna sér þær.

Foreldrar barna 0 til 6 ára sem áhuga hafa á að nýta sér þjónustu dagforeldra eru beðnir að skrá börn sín fyrir 15. janúar n.k.. Tekið er við skráningum í afgreiðslu stjórnsýsluhúss að Ketilsbraut 7 á Húsavík og á netfangið erla@nordurthing.is. Eyðublöð vegna skráningar má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins. Við skráningu þarf að koma fram nafn og kennitala foreldra/forráðamanna, nafn og kennitala barns, símanúmer, lögheimili og æskilegur vistunartími barns.

Tekið skal fram að hér er um könnun á þörf fyrir þjónustu að ræða.

 

Erla Sigurðardóttir

Menningar- og fræðslufulltrúi Norðurþings