Fara í efni

Þekkingarsetrið verði hluti menntakerfis þjóðarinnar

Á fundi bæjarstjórnar í gær voru málefni Þekkingarseturs Þingeyinga til umræðu, en eins og kunnugt er hefur ríkt óvissa um fjárveitingar til reksturs þess. Var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:

Á fundi bæjarstjórnar í gær voru málefni Þekkingarseturs Þingeyinga til umræðu, en eins og kunnugt er hefur ríkt óvissa um fjárveitingar til reksturs þess. Var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:

 

Á fundi bæjarstjórnar í gær voru málefni Þekkingarseturs Þingeyinga til umræðu, en eins og kunnugt er hefur ríkt óvissa um fjárveitingar til reksturs þess. Var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:

“Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar skorar á menntamálaráðherra, ráðherra byggðamála, fjárlaganefnd Alþingis og þingmenn Norðausturkjördæmis að tryggja fjárveitingar til reksturs Þekkingarseturs Þingeyinga. Árleg óvissa um fjármögnun rekstrarins er til þess fallin að draga úr mikilvægu starfi setursins, sem nú þegar hefur sannað gildi sitt. Í ljósi fyrirheita sem ráðherrar gáfu við opnun setursins árið 2003 máttu heimamenn vænta þess að rekstur þess yrði tryggður með föstum fjárveitingum á fjárlögum. Skorað er á stjórnvöld að ljúka stefnumótunarvinnu vegna uppbyggingar þekkingarsetra á landsbyggðinni og tryggja þeim fastan sess í menntakerfi þjóðarinnar í stað þess óvissuástands sem þau búa við í dag.”