Fara í efni

Þekkir þú myndina?

Á Ljósmyndasafni Þingeyinga hefur á undanförnum árum mikil vinna verið lögð í að skrá þær myndir sem hafa borist safninu. Sumum myndum sem safninu berast fylgja engar upplýsingar. Upplýsingar um myndirnar auka verulega á gildi þeirra, hverjir eru á myndunum, hvar og hvenær voru þær teknar og hver var ljósmyndarinn. Safnahúsið hefur nú tekið upp þá nýbreytni að birta reglulega myndir, sem upplýsingar vantar um, á vef sínum http://www.husmus.is/.

Á Ljósmyndasafni Þingeyinga hefur á undanförnum árum mikil vinna verið lögð í að skrá þær myndir sem hafa borist safninu. Sumum myndum sem safninu berast fylgja engar upplýsingar. Upplýsingar um myndirnar auka verulega á gildi þeirra, hverjir eru á myndunum, hvar og hvenær voru þær teknar og hver var ljósmyndarinn.

Safnahúsið hefur nú tekið upp þá nýbreytni að birta reglulega myndir, sem upplýsingar vantar um, á vef sínum http://www.husmus.is/.

Kunnugir og áhugasamir geta þar flett myndunum og sent upplýsingar til safnsins gegnum tölvupóst eða með símtali. Vinstra meginn á síðunni er hnappur sem heitir því lýsandi nafni "óþekktar myndir" sé smellt á opnast leið að þessum myndum.

Um leið og þarna opnast ný leið fyrir Ljósmyndasafnið til að safna upplýsingum opnast gluggi inn í safnið fyrir áhugasama. Það er ljómandi dægrastytting að fletta gegnum gamlar myndir og velta því fyrir sér hvort maður kannist við fólkið eða umhverfið.